Við skildum eftir,
sporin í snjónum.
Hvert skref var barátta upp á líf,
það var barátta upp á dauða.
Við gengum um hábjartan daginn,
við gengum út nóttina rauða.
Tíminn leið hægt og stundirnar sem frosnar,
en augu þín lýstu okkur leiðina þó.
Við reyndum allt , reyndum allt sem við gátum,
en urðum að lokum undir hnausþykkum snjó.
Hreyfingarlaus og varla með lífi,
hélst þú í hönd mína og hvíslaðir að mér.
“Sjáumst aftur í allt öðru lífi”
“Ég mun alltaf vera við hliðina á þér”.