eins og innilokaðir kettir í nauðvörn
samkeppnin um brauðið brjálar menn
eitrar falleg gildi og gamlar venjur
stressað álagið skapa heimatilbúin bros
ómetvituð opnum hurðir og lokum síðan setunni
kuldaleg kurteisin flæðir um stræti og torg
göngum ákveðin framhjá fátæklegu plastpoka fólki
geislum af velgengni og lífið snögglega skánar
sorg þeirra verður v-power á hamingjuvél hugans
gráturinn breytist í hlátur og bjartsýni kviknar
ég held að plastpoka fólkið séu leikarar í gervi
kostaðir af ríkisstjórn Davíðs Oddsona
“True words are never spoken”