Í tilefni af skoðanakönnuninni ákvað ég að skrifa smágreinarkorn um atómljóð og vil gjarnan heyra hverjar ykkar skoðanir eru. Atómljóð eru oftast kennd við módernisma í íslenskri ljóðgerð. Algengur misskilningur er að atómljóð hafi átt upptök sín þegar formbyltingin varð á Íslandi, margir merkja ,,Sorg“ eftir Jóhann Sigurjónsson sem ,,fyrsta íslenska atómljóðið” en svo er ekki. Það er erfitt og nær ómögurlegt að merkja eitt ljóð sem upphafið. í raun var það þróun sem átti sér stað á þessum tíma, annars vegar hjá íslenskum skáldum og hins vegar í bókmenntaheiminum utanlands. Symbólismi og expressionismi voru ríkjandi stefnur í Evrópu í byrjun tuttugustu aldar. Þær höfðu jú mikil áhrif á Jóhann, en líka fleiri. Til dæmis orti Jónas Hallgrímsson ljóðið ,,Alsnjóa“, sem er formbundið ljóð en mjög nýstárlegt í hugsun og áferð. Þar koma fyrir vísanir og metafórur sem hvergi áður höfðu sést. Einnig eru ljóðin ,,Jónas Hallgrímsson” og ,,Bikarinn“ eftir Jóhann með módernískum einkennum þrátt fyrir að vera mjög formbundin.
Jónas Hallgrímsson
Dregnar eru litmjúkar
dauðarósir
á hrungjörn lauf
í haustskógi.
Svo voru þínir dagar
sjúkir en fagrir,
þó óskabarn
ógæfunnar.
Á þessu ljóði má sjá að þarna er algerlega ný hugsun á ferðinni, ný áferð þrátt fyrir að Jóhann notist við fornan brag. Þessi þróun heldur áfram fram eftir öldinni, Halldór K. Laxness gaf út ,,Únlíngurinn í skóginum”, Jóhann Jónsson gaf út ,,Söknuð“ á svipuðum tíma og ,,Sorg” er gefin út. En það er ekki fyrr en ,,Tíminn og vatnið“ eftir Stein Steinarr, ,,Þorpið” eftir Jón úr Vör og ,,Dymbilvaka“ Hannesar Sigfússonar koma út að hægt er að segja að módernismsinn hefjist fyrir alvöru. Þessi ljóð voru algerlega ný af nálinni og gjörbreyttu hinum íslenska ljóðheimi.
Þessar ljóðabækur höfðu víðtæk áhrif og ollu miklu fjaðrafoki.
Fermingarbörn (úr ,,Þorpinu”)
Eins og lítill drengur
…….í vasabuxum með klauf
stendur þú fimmtán ára
…….undir ljósastaur
…….og jafnöldrur þínar
ganga framhjá
…….fullorðnar konur.
Þú sækir visku þína í bók.
En hvað geta bækur sagt þér?
einungis það, sem þú veist,
því annað skilur þú ekki.
Næst þegar stúlkurnar ganga framhjá
munu þær heilsa þér.
II (úr Tímanum og vatninu)
Sólin,
sólin var hjá mér,
eins og grannvaxin kona,
á gulum skóm.
Í tvítugu djúpi
svaf trú mín og ást
eins og tvílitt blóm.
Og sólin gekk
yfir grunlaust blómið
á gulum skóm.
Það er ljóst að hérna var algerlega nýr kveðskapur á ferðinni, þrátt fyrir að td. Steinn hafi ort undir hefðbundnum bragarhætti tersína. Það var aðallega hugsunuin, áferðin og metafórurnar sem voru byltingin, ekki það að losna úr viðjum formsins.
átómkveðskaður krefst þess af lesanda sínum að hann hugsi, skilji og velti fyrir sér merkingu þess er skrifað er, skilji vísanir og tilvitnanir, en umfram allt nái utan um táknmál ljóðsins.