Eiginlega gildir það sama um ensku og íslensku, þú þarft ekkert að fylgja neinum reglum frekar en þú vilt. Sennilega ertu ekki nógu vel að þér í enskri og íslenskri ljóðahefð. Enskan á sér líka bundna ljóðahefð með tilheyrandi reglum, eins og íslenskan. Til dæmis má nefna sonnettur Shakespeare, ljóð Lord Byrons, Coleridge, John Keats, Edgar Allan Poe, John Milton o.s.frv.
Dæmi:
And thou art dead, as young and fair
As aught of mortal birth;
And form so soft, and charms so rare,
Too soon return'd to Earth!
Though Earth receiv'd them in her bed,
And o'er the spot the crowd may tread
In carelessness or mirth,
There is an eye which could not brook
A moment on that grave to look.
(Úr “Thou Art Dead, As Young And Fair” eftir Lord Byron.)
En svo eins og í íslenskunni eru líka þeir sem semja meira frjálst :)
Dæmi:
She tells her love while half-asleep
in the dark hours
with half words whispered low
while earth stirs in her winter sleep
and puts out grass and flowers
despite the snow
despite the falling snow
(“She Tells Her Love While Half-asleep” eftir Robert Graves.)
Vil bara benda á þennan misskilning. Það þarf ekkert að réttlæta það ef þér finnst betra að skrifa á ensku en íslensku. Reglurnar eru sveigjanlegar og þetta er meira spurning um jafnvægi, hugsun og fegurð málsins heldur en reglur. Allavegana er það mitt álit :)
Annars skemmtilega uppsett hjá þér og gott vald á enskunni :)
L.