Smá svona eitthvað sem ég setti saman þegar mér leiddis. Hví ekki að henda því hingað.
Pælingin sem dó.
Hvað er fegurð? spurði Helgi sposkur
með brosið sitt útum allt og alla.
svarað var: svona eins og þessi froskur
og svo lék hann frosk, upp og svo falla.
Helgi lagði höfuð sitt í bleyti
reisti sig svo við, sniðugur og sagði:
ekki er það allavega þessi feiti
sem sneri sér við en samt þagði.
Kom þá maður og gáfaður þótti
átti það að leysa allt sem til óvissu taldi
helgi spurði, en a svip hans birtist flótti
tók til fóta og allt sitt líf sig faldi.
Helgi varð svo heppinn og stúlku mætti
taldi sig hafa fundið fegurðina alla
setti hana í box og sjálfan sig kætti
en hans innri maður hætti ekki að kalla.
Ansans bobbi er þessi litla pæling
tautaði Helgi úr sínum litla munni
bara ef það væri til eitthver mæling
sem ég vissi og manna best kunni.
En biðtími Helga var brátt á enda kominn
enda níræður og enn án allra svara
máttur úr honum gekk og varð hann dofinn
svo hann varð, því miður að fara.