Hún grætur inn í herberginu
vonarneistin í augunum skolast út
Koddinn drekkur flóðið
og hæga tónlistin bergmálar

Svo vinamörg og vinsæl
samt svo einmanna og leið
Engin hér til að faðma
engin til að hugga

Vonleysið fylgir henni
eins og skugginn, sýnir enga miskunn
sorgin eltir, og bíður eftir færi
þegar hún hættir að gráta

Ástin fyrir henni er eins og vatnið
fyrir Sahara, finnst ekki nema á góðum stöðum
þó hún sé talin fegurð, sér hún ekki það
í speglinum sér hún vonleysið í dulargervi

Svo vinamörg og vinsæl
samt svo einmanna og leið
Engin hér til að faðma
engin til að hugga
————————————————