Andlitslausir skuggar sveima í kring
syngjandi óða til hnífsins
,Sitji Guðs englar, saman í hring'
ég syng óða til dauðans, ei lífsins.
Þú hvíslar til mín, að koma, setjast þér hjá
kossi þú læðir á kinn
ég græt, og án efa, gríp ég til hnífs,
góði dauði, taktu líkama minn !
Með hníf liggjandi í hendi og blóð út um allt
ég held áfram að sarga minn lið
ég græt, og ég græt, og ég hlakka svo til
Guð, loks nú fæ ég minn frið !
,Sitji Guðs englar saman í hring'
sátt er ég við þessi orð
og ljóð þetta, sorglegt en smátt endar nú
sorg í enda, ég framdi mitt morð.