fuglar hefja söng og vora tekur í brjósti
napur stormurinn slær höglin taktfast
við silkimjúk hjartaslög hennar
himininn birtist bláleikandi fagur
örstutt náveran og saklaus snertingin
mettar þúsundir kynsveltra munna
himneska veran er nú farin á braut
ómeðvituð um sína glitrandi slóð
lífshræddur veruleikinn snýr aftur
stingurinn innra með mér magnast
með tímanum myndar feigðarsár
sár sem aldrei grær
líkaminn mætir hlýðinn til vinnu
hugurinn leikar frjáls um í fjarska
tómlegur hjartslátturinn slær í mono
loks stend ég upp og tek poka minn
hef langa leit að nýjum ástæðum tára
afkomandi löngu gleymdra bænda á fróni
brosi fallega framan í heiminn
vona að heimurinn líti ekki undan
“True words are never spoken”