lífið lifir á tímanum einum
bíður ekki eftir neinum
lifðu hratt og vertu með
það er svo margt sem getur skeð
Lifðu á takt við tímann þinn
mestu skiptir hugurinn
að missa sig ekki, óttast eigi
þó þú missir af einum degi
því tímann má vinna á band sitt aftur
til þess leggust fram mikill kraftur
vinna tvöfalt og hvílið ekki
þá kannski má sleppa með skrekki
En svona er lífið, alla daga
alltaf er það hin sama saga
sumir af lífinu missa fljótt
sumum finnst það eftir sótt
En eitt er ég með á hreinu
tíminn bíður ekki eftir neinu
hjá öllum mönnum gerist það
að þeir hætta að lifa á þessum stað
Þeir lífinu falla frá
tímanum munu ekki aftur ná
en í minningum þeir látnu lifa
til heiðurs þeim ég þetta skrifa