Við hlógum saman og áttum okkar stundir
og brosið sem ætíð fylgdi þér
það hvarf þennan dag, er kom hún frá sveitum
þú hlaupst út, og kramdir hjartað í mér.
Komst aftur hlaupandi, líkt og ekkert hefði í skorist
ég hélt að núna værum við komin á ról
en þá speistu þessu útúr þér, þvílíkar sögur !
Þú ert karlmaður, þú ert fantur og fól.
Ég átti þig ekki, ég veit það og virði
en sárið samt ætíð stækkaði sálu í
og með tárin í augunum fðma ég þig að mér
ég elska þig, alltaf, get ekkert gert að því.
Vil taka fram að þetta kom fyrir mig, en alls ekki eins og lýst er; var ekki haldið fram hjá mér..
Þetta er bara of persónulegt til að lýsa því, en ekki draga þá ályktun að það hafi verið haldið framhjá mér og ég fyrirgefið, það gerðist ekki.
Til hamingju beebee og pardus ! *knúz* Þið eigið hvort annað skilið !