draumur um trjákant
bíllinn þinn er
ástfanginn af mér
alveg satt
en ég þori varla að segja það,
því þú ert það…
en hann,
ég fann það þegar ég settist upp í hann
í fyrsta skiptið
hann titraði allur
og ískalt og hart stálið
var einhvernveginn
mjúkt volgt rakt
viðkomu
en stinnt
og mér leið vel
og sólin
sem ég hataði
elskaði núna
og þú
ég var í fýlu
en ekki lengur
og ég brosti til þín
og þú lést hönd þína
strjúkast
upp eftir lærum mínum
og bíllinn jók hraðann
og þú lagðir munn þinn
að lærum mínum
og bíllinn jók hraðann
og öskraði
og ég og þú
þegar við köstuðumst út af
veginum
og nú
verður þetta aldrei að veruleika