Þegar drekinn kom í heimsókn
mamma!
ekki verða dreki
hættu að spúa eldi.
En hún mamma
hún bara vildi ekki hlusta,
hún vildi aldrei hlusta.
Svo ég fer
og sit inní herbergi,
aleinn,
inní herbergi og græt.
Svo kemur drekinn inn,
hann spyr mig:
Veistu hvort að beikon með osti sé gott?
Ég öskra:
Þegiðu, ljóti dreki
skilaðu mömmu minni,
ég vill ekki að hún sé dreki lengur!
Hann gengur hljóðlátur út
hurðinn sveiflast
eins og svartklædd nunna
fljúgandi yfir kirkjugarðinn
sem sefur eins einfætt skrímsli,
hálfur maður, hálfur dreki
DREKAMENNIÐ!
Ég samdi þetta á dimmu aðfangadagskvöldi, læstur inní kompu drekans.
MMM… Beikon