Hvers eigum við að gjalda hér,
hvað gerði þig svo reiðan?
Sækjum við vorn styrk hjá þér,
sem gerðir oss svo leiðan?
Sólina ég sé ei lengur,
sortinn fyllir huga minn.
Hjón og þeirra yngri drengur,
hafa okkur kvatt um sinn.
Við höldum í hinn eldri son,
hann á okkur sig reiðir.
Hann veitir okkur nýja von,
vora sorg hann deyðir.
Þetta ljóð samdi ég um ná frænda minn og vin, vinkonu mína og barn þeirra sem fórust í eldsvoða á Þingeyri þann 4. janúar síðastliðinn og eftirlifandi son þeirra.
