Í fyrsta sinn er sá ég þig
þín augu horfðu djúpt á mig
augun sungu sætan óð
sungu fallegt ástarljóð

——
Nú er allt svo dapurt hér
ekkert fallegt eftir er
það varst þú sem drapst á dyr
bankaðir sem aldrei fyrr.

—-
Hafið er ekki lengur neitt nema auð slétta
sem leggur upp með landinu
- til þess eins að ljúga.
eins og ástin?