Heyrið mig kveina og kvarta
því kuldi og frost er í hjarta
og illskunnar nöðrur það narta.
Nú tel ég himnana svarta.
Byrjar svo blóð mitt að krauma
og blæðir út góðmennsku auma.
Hatrið mér hefur af tauma
og heltekur sál mína og drauma.
Skuggalegt djöflanna skvaldur
mig skæðir um ævi og aldur.
Orðinn er vonskunnar valdur;
vægðarlaus, stífur og kaldur.