lífsbarnar hendurnar
núa fyrrverandi augu ungs manns
úfið hárið flaksar gráfölt
hrjúfar kinnarnar minna á kaktus
ísilagður vindurinn nístir bein
með titrandi höndu leitar í rifnum vösum
að leyndum gullkistum Mídasar konungs
nefið lekur þunnum dropum sem enginn saknar
vitið lifnar við aðkomu ungra manna með hund
með sárum lífsvilja í brjósti biður þá um mat
þeir hlægja og henda samlokubroti á jörðu
hundurinn fúlsar en ekki blessaður maðurinn
stoltið fokið af eyju brott og allar sorgir með
“True words are never spoken”