Litla tré
teygir sig í átt til himna
teygir sig til ættingja sinna
sem finnast einhverstaðar
í fjarska.

Litla tré
lifir eitt í hellulagri eyðimörkinni
lifir eitt í bikaðri eymdinni
teygir fingur sína
í átt að sól.

Litla tré
fellir gul laufin sín, grætur
syrgir rígfastar visnar rætur
sem læsa tréð niður
og svæfa.

Litla tré
vex og dafnar í sínum draumum
burt það flýr frá sínum raunum
liggja burt til skógar
lítil spor.
—–