Mín fyrstu “alvöru” ljóð sem ég geri. Þó að eins og þið takið mjög snemma eftir nenni ekki að fara eftir neinum ákveðnum ljóðreglum. Væri gaman að fá bæði ábendingar og skoðanir.
Eitthverskonar þú.
Þú, svo ótrúlega falleg.
Lætur mig gleyma öllu öðru.
Gerir mig svo óöruggan
að ég fer að gráta.
Lýsir upp líf mitt líkt
og stjarna á svörtum himni.
Gerir allt þetta venjulega
svo ótrúlega sérstakt.
Með þínu ljósu lokka,
þú bræðir mitt hjarta
líkt og logandi kerti
sem langar til að brenna.
Þú, svo ótrúlega næs
lætur mig halda að
ég skipti eitthverju máli,
allavega í smá stund.
Ertu kannski draumur sem
er horfin þegar ég vakna?
Eitthvað sem lét mig halda
að hamingja væri ekki bara orð.
Brotið hjarta.
Brotið hjarta, inn í mér.
Í þúsund molum, útaf þér.
Verður aldrei heilt á ný
því nú, ég flý.
Burt frá öllu, nú ég fer
á betri stað í leit af þér.
Er það lausn, ég ekki veit
en þig, ég aldrei aftur leit.