Yfir silfurbláan sæinn
svöl kom nóttin yfir bæinn
dynur bergmál eftir daginn
dauflegum strætum í
ómur lífs og léttra fóta
liðast undursmá og hlý
svífur sæla til hjartaróta
sem næturhvítt ský
og hugann sækir heim
hálfkveðnar vísur og ljóð
álög hafsins og næturhljóð
hinnar sofandi árdagaborgar
líða milli mannlausra torga
aldnar stjörnur um allan geim
æ, verum hljóð, börnin góð