Ör fornar heimsku hylja nú minn skrokk
hatur mitt á líkamanum hefndi
ég sársaukann, þá sælu áður nefndi.

Liggur fram á borðið enn eitt lík
látið er af völdum þínum
og enn ein stúlkan sjúkhugsi hverfur sýnum.

Enginn sorg, grasið grænna verður
grætur enginn, nei, því nú er bjart
en meðan ég var uppi sólin lýsti-svart.

Frá jörðu niðri græt ég Jesús, Guð minn
jafn heitt aldrei hef ég þráð að lifa
lífsklukkan uppi mun aldrei hætta að tifa.

En brosir heimur, loksins byrðin farin
blár nú himinn er og sólskin mikið
því hann er horfinn, ljótleikinn með spikið.