Í dag hef ég ekki stundað Huga svo árum skipti (og í raun var ekki ætlunin að byrja á því aftur núna..).
Hinsvegar kemur það fyrir við og við að ég fer að finna fyrir ógurlegri þrá í gagnrýni og niðurrökkun og þessvegna leita ég aftur á náðir þessa forna félaga sem mér þykir Hugi vera í dag.
Í dag fann ég læðast innra með mér þörfina fyrir því að demba fram vísnavitleysingum og bíða svo átekta.
Hér fylgja 3 ljóð sem eru mér öll frekar hjartfólgin og ég hef samið á mismunandi tímabilum sem ég hef gengið í gegnum undanfarna mánuði.
Bestu þakkir.


nn
Hjarta brot og hjarta bót,
hjarta bilan blíða.
Fámáll skil við fagra snót,
fögur sárin svíða.



Bergið
Bergið er brotið og blind er sú trú
að bót megi hljóta með tíma,
en hvað sem að hvessir og hvert sem blæs nú
hverfur aldregi bergsins gríma.

Þá kom til mín blómstrið bláa,
og bar mér þau orðin sönn;
að í bergsins brostna gljáa,
hafi bæði sest mosi og hvönn.

Má af því skilja og segi ég frá
að hvað sem þér sárum veldur;
aldrei skalt hugfallast, hrynja af þrá,
því hugarins æ brennur eldur.



Síðasta ljóðið var ort eftir að ég hafði lesið smásöguna The Black Cat eftir Edgar Allan Poe og í kjölfarið nokkur af ljóðunum hans.
Sagan fjallar í stuttu máli um mann sem telur kött konunnar sinnar vera að gera útaf við hana svo hann ákveður að slátra kettinum. Hvernig sem hann reynir snýr kötturinn alltaf aftur. Að lokum tekur maðurinn exi til að höggva kattarkvikindið sem fer ekki betur en svo að á meðan hann reiðir upp öxina tekur konan hans upp köttinn og fær sjálf vopnið í mitt ennið. Endanum fylgir síðan ákveðið tvist sem ég ákvað að spoila hvorki í ljóðinu né textanum hér.
Útkoman..

Svartur köttur - óður til Edgars A. Poe
Hvergi, án nokkurs og alls ekki aftur,
ódæði ekkert ég kný.
Ég vissi ei betur,
sú hugsun mig letur,
að sjá þig aldrei á ný.

Augu þín sækja mig svefns og vöku
og sársaukinn sligar mig.
Ég greip í hans rófu
en örlögin ófu
og banahögg hans felldi þig.

Aldrei hef verið maður sem öðrum
kennir um ódæði sín.
En af sökum mig firri
yfir gröf þinni kyrri.
Og kötturinn gjalda skal þín.



Kærar þakkir og friður útávið