dynkirnir heyrast um gervalla byggð
nasistinn sorgmæddur í einsemd hann stynur
sú hugsjón var fölsk - er hann hélt að var dyggð…
við höfum losnað við rótgrónar syndir
væla djöflarnir sárt í manna sjálfum
minning um sorg prýðir eldgamlar myndir
en munaður ríkir aðeins í heiminum hálfum…
við gleymum oft þeim sem að þurfa ást sárast
því velmegun hér slekkur vorkunnareld
meðan barn eitt í fátækt - sveltur og fárast
fellur gullregnið niður á oss fram á kveld…
dýrin öll gervöll syngja saknaðarsöngva
og sótugar plöntur hljóma dimmt undir þeim
í gróðafíkn og blindni við höfum samúð öngva
í sóti og drullu við spillum okkar heim…
ástin sem eitt sinn fyllti línur allra ljóða
liggur og bíður því hún er horfin hér
úr myrkviðum dags fellur blóð á menn rjóða
marða eftir barsmíðar sem enginn sér…
það haldreipi sem að trú eitt sinn var
er trosnað og slitið og mun ekki duga
krossinn sem kristur í þjáningu bar
má kallast senn marklaus í mínum huga…
metnaðarleysi fylgir tækjum og tólum
tuggin er ofan í oss hver einasti biti
heilar tæmast fljótt hjá fáráðum fólum
en það fækkar einnig frumunum í snillingaviti…
…
lausnir hef ég engar og ég kvíði þess að heyra
óhljóðin öll þegar heimur mun farast
við áttum þetta skilið - við vildum alltaf meira
velmegun og eilífð ná aldrei að skarast…
gullregninu styttir upp og geimur nú dökkur
góðærið dvaldi þó lengst hjá oss ríkum
stór og breiður bólgnar heimsins gráturkökkur
báturinn siglir fram af jarðar hæstu bríkum…
……
en þangað til veröldin fellur í dá
og ókunnt afl okkur frá jörðu mun lyfta
þá verð ég samt glaður ef þú verður mér hjá
því engu mun þá blóðugur heimsendir skipta…
-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.