Snæviklæddur er bærinn
og antíkin svífur yfir á gráum vængjum

endalaust völundarhús
kræklóttar,þröngar götur

og kirkjukrýndur miðtindur
þangað þorir tíminn ekki að koma

og í litlum, marglitum húsum
býr einfalt, guðhrætt fólk

á sunnudögum klæðir það sig
í suunudagsfötin og gengur til messu

það heilsast alúðlega
og allir þekkja alla

en ekki langt frá er
lítil, gróðursnauð og veðurbarin hæð

þar, fyrir mörgum árum,
voru fjórir menn hengdir fyrir galdra

þau segja að þeir séu þar enn
við óvígðar grafir þeirra standa svartir steinar

og þegar napur vindurinn blæs
að norðan, getur þú heyrt brakið í gálganum

ég held, að þeir séu skyldir mé