Slæmt ljóð.
Bætt við 19. júlí 2008 - 15:35
“Í svartri trú
myrkur og sorg
sem heltekur mig
ég er einn”
Af hverju ætti guð að vera emo? Hann er almáttugur og alvitur, þetta er asnalegt…
“Í von og trú
vona að einhver
skilji mig - tilbiðji mig”
Von? Hann þarf ekkert von hann getur skapað maura sem og okkur til að tilbiðja sig!
“Ég er guð sem er
yfir allt og alla
þau sem tilbiðja mig
upplifa aldrei frið”
Af hverju upplifa þau sem tilbiðja hann eitthvað sérstaklega ekki frið, eins og það sé eitthvað algilt að þau sem tilbiðji hann upplifi ekki frið, eflaust einhver sem tilbiður hann sem upplifir frið og eflaust einhver sem tilbiður hann ekki sem upplifir ekki firð.
“Frið í heimi þess
sem engin skilur”
Heimi hvers? Ef þú meinir “Fríð í heimi sem enginn skilur” er línan hér á eftir tilgangslaus, en annars hlýtur þetta “…þess..” að merkja eitthvað. Hvað ertu að tala um ertu bara að bulla eitthvað?
“Því engin skilur alheiminn”
Nema fucking guð…
Og guð er ekki til.
Einum of slæmt ljóð, ég tala ekki einu sinni um ljóð uppsetninguna sjálfa, merkingin á bakvið orðin er nógu slæm.