Eftir dauðann kemur líf
eða hvað ?
Eða fæðist maður látinn
og lifir ?
Fylgir sorg hverju tári sem fellur
eða er þetta lífsmissir ?
Þarf að lifa
til að lifa
eða er nóg að lifa ?
Brosirðu grátandi
í hjartanu ?
Skælirðu hlæjandi
í sálinni ?
Muntu lifa lífinu
eða nægir þér einfaldlega
að lifa ?