Hæ og halló ljóðaunnendur! Ég er ein af þeim sem finnst orð og fallegar setningar algjört törn on! Ég hef verið að dunda mér við að skrifa nokkur ljóð og datt í hug setja þau á vefinn. Þetta eru á engan hátt einhver ,,professional" ljóð, en ykkur er meira en velkomið að setja upp spekingshattinn og tjá álit ykkar á þeim :)
(þau eru nafnlaus!)

no.1

Í dag græt ég.

Ég græt.

Ég græt,
af því að Palli er dáinn.

Ég græt,
af því að nú er enginn lengur til í heiminum.

Ég græt,
af því að heimurinn er galtómur og ég hringsnýst inni í honum.


no. 2

Orðin í höfði mínu fljúgast á.
Þau berja, sparka, hrækja og öskra.

Ég skynja ekki lengur hita og kulda.
Ég skynja ekki lengur þegar tréin fella lauf.
Ég skynja ekki lengur þegar sólin skín.
Ég skynja ekki lengur þig.
Ég skynja ekki lengur lífið.

Ég veit ekki lengur hver ég er.

no. 3

Í miðju skógarins
grætur lítil stúlka
tárum sem stinga
sál hennar og hjarta.

Saklausir lokkar hennar
hafa verið klipptir
og brenndir á báli.

Ljósið innra með henni er slokknað
og það mun aldrei tendra aftur.

no. 4

Í dimmri vetrarhríð
glampar í köld augu
sem stara út í tómið
og óttast ekki
það sem bíður þeirra.


Takk kærlega fyrir mig :)