og deyfðarský hreyfist yfir mannanna grundum
við viljum vera löt og njóta þess að lifa
…undir sæng og heyra tímann tifa…
sofandi í hjarta mér hvílir metnaður og þrá
um að ná langt í draumum sem ég eitt sinn sá
en hugur minn dofinn af undarlegum hvötum
…hendir mér í rúmið - þægilega lötum…
af hverju að vinna
til að auðga fjármagn hinna?
af hverju að þræla
fyrir kapítalista með stæla?
nei!!! ég ligg ennþá latur í alsælunnar hýði
og brott flýgur metnaðardraumurinn fríði
allsber undir sæng með jónu mér til handar
…inn um eyru mín letipúkinn brandörum andar…
ég hlæ upp úr þurru og víman á mig svífur
sálin mín brott frá heimi upp á tinda drífur
þar sit ég loks hátt yfir þrælakyns maurum
…sem vinna fyrir annarra aurapúka aurum…
öllum er sama þó ég sofi
nú heltekur mig - þessi þægilegi dofi
ég mun ekki vinna
til að auka fjármagn hinna
ég elska þennan dofa
svo láttu mig sofa!!!
-pardus-
*bara ádeila - er ekki dóphaus og alls ekki latur ;þ*
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.