ef þeir gátu krafsað strá úr frosinni jörð
slökkt skerandi hungurgrát ungra barna
hraustmenni börðust hörðum orustum og dóu
fyrir land sem fyllti æðar þeirra þykku blóði
lostafullt tindrandi augnráð stúlku sagði meira
en mannskepnan öll síðan hún skreið úr trjánum
óhreinleg börnin horfðu þögul á hugfallin
líksmurning þeirra nánustu sveipuð virðingarljóma
leikur barna endurspeglaði endurnærðar sálir
lífsgleðinni var lyft upp í hæstu hæði
“True words are never spoken”