Sérðu litla lífið sem eftir er
Þetta sem kallar og kallar
En aldrei fær neitt svar
sérðu það, þarna innst inni í þessari skel

Það litla sem eftir er
vonin kom og vonin fór
lífsins neistinn dó og dó
Og nú er aðeins dauf birtan eftir

Sérðu litla hjartað sem var svo stórt
Hjartað sem hrundi í milljón parta
Þegar ástin hennar með tímanum dó
Hann sem elskaði hana, hvarf í eilífðina

Og ástin sem eftir situr
leyfar af deildum hug þeirra beggja
Rífur hjartað niður í sorg
og fyllir hug af sárum söknuði

Sérðu sorgina sem í augunum brennur
og tárin sölt sem niður streyma
Og jafnvel þótt hjartað elski aftur
Munu alltaf vera leyfar af liðinni ást


ég held að ég hafi aldrei sent þetta ljóð inn, þó ég hafi einhvern tímann ætlað mér það.
Held ég hafi verið hrædd um að þeir sem þekktu mig myndu sjá hvernig mér leið. Annars er þetta samið eftir nóvember 2005 (man ekki nákvæmlega hvenar…)
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"