Líkt og tuskudúkka, þá lifi ég
líkt og barn að fæðast, þá dey ég
líkt og fólk að frelsast, þá kvelst ég
líkt og Jesús á krossinum gleðst ég.
Lítið barn, í fangi grætur
og ég hlæ.
Saklaus maður, myrtur, fyrir ekkert
og ég glotti.
Ég bendi á hendur, og kalla þær fætur
ég er það sem fólk kallar hrotti.
Líkt og blóm að springa út, er ég fúllynd
líkt og barnsgrátur, er ég róleg.
Sólskin, og ég bendi á myrkrið,
slæma lifir, góða deyr
Öskur ? Nei, hróp Drottins
núna mun ég ekki lifa meir,
ég hleyp útí sjóinn og fylli mín vit
líkt og eyðimörk blotna ég
og líkt og Jesús dey ég.