Kveiki ég kerti á
sem táknar líf mitt

Byrjar að brenna
mín barnæsku ár

Þau fljótt líða
og þar eru mörg tár
tár minninga og kvíða
tár sem ég einn á

Stundir líða
en kertið fellur enn tár

Kertið brennur hratt
sem táknar mín stærstu sár

Það tárfellir söknuð
samvisku og grát

Nú er kertið komið
að mínu versta ári
árinu sem var að líða
árinu sem allt hið innra
féll í dá

Nú sér kertið eitt
að sinn tími er að líða

Kertið er að bíða
eftir að því sé slökkt á

Kertið brennur út
Og það varð eitt andlát

– HjaltiG –