kom dögunin fljótt sem einn geisli gegnum ský
móðan fyrir augum mér hvarf mér brátt sýnum
og fætur mínir verkuðu sem ógnarstórt blý…
Ég nennti ekki að ganga - þá leiðina heim
skotraði mér inn í bílinn og kveikti á
ég hlustaði ekki á vælið í öllum þeim
því svífandi gatan var það eina sem ég sá…
Ég keyrði svo hægt og rólega af stað
og passaði að lookið mitt væri svalt
bakkaði út um eitt örmjótt ljótt hlað
stýrið rann ljúft í höndum mér kalt…
Ég veifaði flottur á sportbíl og keyrði
en áfengið fór brátt að rugla mig smá
brosti breitt er ég öskrin öll heyrði
svo hvarf það glott úr feisi mér frá…
Ég hafði bakkað á fjandans vegrið
og nú heyrði ég hláturinn hljóma
kúlið var farið og skömmin tekin við
og ég bölvaði haus mínum tóma…
Ég steig út úr kagganum og hvarf á braut
ég hafði eyðilagt flotta bílinn minn
um skóreimar á göngunni ég niður hnaut
og heyrði hláturinn í síðasta sinn…
-pardus-
Oooooook… bara smá flipp ;þ
Ég var í fríi í sálfræði í skólanum og sárvantaði eitthvað til að gera ;) Svo sem ekkert stórvirki í ljóðagerð, ég veit það, en ég hafði þó eitthvað að til að dunda mér við ;)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.