Augu þín skáru í gegnum mig
líkt og beittir hnífar dauðans
grátandi
ég hljóp í fang þitt
en þú varst utan lífs míns,
og ég grét.
Með blæðandi sár í hjarta
þá lagðist ég niður, tilbúin
tilbúin að blæða út
blæða út ást.
Skugginn sem sveif yfir mér lýstist
er englar himins sóttu sálu
sálu mína, óhamingjusama, látna
og ég reis upp
ósködduð
tilbúin að berjast á ný.