Dagur rís

Sólin bergmálar
af bráðnandi speglum íss
er liggja aðframkomnir
á dauðfrystri jörðinni.

Speglast í veggjum húsanna
fótatak mitt
stíg létt á kristallanna
undir fótum mínum.


Hægt þú birtist
svo lasburða sól
svalar þér í dögginni
er bráðnar þér til heiðurs.

Geislarnir hjálpa þér á fætur
rétt áður
en þeir bregða á leik
milli fjallanna.

Gægjast feimnislega
yfir húsþökin
verma veggi og við
vöknum mannfólkið
eitt á eftir öðru,

og dagur rís.
—–