Þetta er ótengt ljóðinu, sem er ágætt.
Mér finnst þú, tmar, pæla of mikið í ljóð uppbyggingunni og framsetningunni þegar þú gagnrýnir ljóð.
Auðvitað er fínt að einhver sé athugull á, og greini frá gæðum slíks, ef hann kann og getur, en stuðlar og ljóðstafir eru því algjörlega óviðkomandi hvort ljóðið sé fallegt, flott, ömurlegt, lala, o.s.frv.
Ég held í það minnsta að þegar fólk setur hugsanir sín í bundið mál reyni það aðalega að gera einmitt það, binda orðin, láta þau ekki standa á stagli, mynda heila hugsun, hvernig sem það er svo gert.
Komist þessi hugsun til skila, órofin og ómenguð (af t.d. þvinguðu rími, hversdagslegu/uppskrúfuðu máli, óviðkomandi útidúrum o.s.frv. allt eftir því hvað á og hvað á ekki við.), er ljóðið gott.
Meiri áhersla í gagnrýninni á þetta í ljóðunum, teldi ég betur hæfa Huga.is, og það er líklega, að ég held, það sem fólk er að fiska eftir hér.
Við vorum sko öll í Móðurmálstímum einhvertíman.
Já og endilega mun harðari gagnrýni, ég kom hérna fyrst fyrir sirkabát mánuði, “hey sniðugt, senda ljóð!” klambraði einhverju saman á tuttugu mínótum (4-5 erindi) og rúllaði því út.
Sérstaklega vel samið og flott.
sem er bull. Alls ekki hógværð. Mjög lélegt ljóð.
Bundið mál er mál sem fer eftir ákveðnum hefðum og reglum, svo sem rím, stuðlar höfuðstafir og fleira. Skilgreining þín DaC er ágæt á bundnu en á ekki við.
Málið er að innihaldið er jú stærsti hluti ljóðs, en eins og mætur matur sagði. Sorglegt er að sjá fallega hugsun í tötrum. Ljóðið þar ekki að vera rígbundið af reglum, en þær eru gott að nota til að setja upp gott ljóð sem vekur athygli, skýtur í mark. Ég sem oft hreinasta leir en næ nú stundum að koma frá mér góðum kveðskap.
Ef fólk hér færi að gagnrýna innihald ljóðsins, færi það einnig að gagnrýna persónu viðkomandi, því ljóð flestra eru ort úr innstu fylgsnum, og margir hér þola sjálfsagt ekki slíka gagnrýni. Við erum jú flest að semja okkur til eigin ánægju og erum viðkvæmar litlar sálir.
Mér finnst gagnrýni á umgjörð ljóða minna mjög góð og tek ég mark á henni, vil bæta mig og einn góðan veðurdag, gefa út á pappír. Og þá vil ég ekki hanka mig á því að kunna ekki að setja upp ljóð.
Málið er að vel uppsettur kveðskapur (hvort sem notaðar eru reglur eða taktur) er ljóð. Hrá og óregluleg samhengislaus hugsun án fínpússunar eða aga er leirburður (sem stundum sjálfur slíkan leir og mun aldrei birta nokkrum manni =) ).
Mín skoðun
0