Hvað hefur til bölvunar breyst, og bótar á vorri grund?
Er land á leið til sólar, eða liggur allt hér niður?
Er líf oss löstum fyllt, eða ljóst af helgum ljóm?
Fram skal fyrst taka galla, en fríðleik vorrar þjóðar
þó fyrir viti fátt, hvor flokkur stærri er.
Virðing fyrir foldu, er fátækari en áður
og fyrirtæki fá, fyrsta setja jörð.
einblínt er á auðinn, en eftir situr annað
eins og okkar urð, og aurum soknu ár.
Eyðilegging áfram, á yfir land að ganga
og enginn veit um ós, okkar eigins lands.
Einkavæðing okkar, auramestu eigna
á ofurhraðri ferð, sem enginn getur kyrrt.
Bankar þessarar þjóðar, þéna á einu ári
miklu meiri auð, en menn þeim seldu á.
Næst skal láta lækna, laun frá jöfrum þiggja
sem láta hvorki lýð, né líkn hans skipta sig.
Eins höfum leyft of lengi, lánatöku mikla
og lútum nú í lyng, með lágri krónu vor.
Fasteignunum fjölgar, sem fjárheimtu fyrir húsin
því fáir geta fest, sitt fé í slíkri eign.
Nóg hef ég nöldrað um lesti, svo nú mun mælskur reyna
að finna hér fáeinan kost, um fátæklegt Snæland vor.
Nær tómt er í að taka, þó tel ég kosti nokkra.
Tekið var Íslands traust, á tilgangslaust Íraksstríð
og tindátar teymdir burtu, frá tímaeyðslu á heiði
þar er nú krökkum kennt, sem kennt er Keili við.
Kannski má teljast kostur, að kaup oss allra er í hættu
þá kapítalisma er kennt, um krónuvandamál.
Mun fólk þá kjósa komma, sem koma á jafnvægi.
Hver veit hvað mun ske? Þá kveð ég vera víst
að sviptingar þær sem sjást nú, á samfélaginu flestar
sóttar eru úr, eymdarlegum sjóð.
——
Ort undir tregalagi eða elegískum hætti (sambland hexameturs og pentameturs) sem er gamall latneskur bragarháttur. Þó hafa nokkrir íslendingar ort undir þessum hætti og má þar nefna Jónas Hallgrímsson með:
Ísland farsælda frón og hagsælda hrímhvíta móðir,
hvar er þín fornaldarfrægð frelsið og manndáðin best?