hann orðinn elskaður og virtur maður
grætur grimmd ókunnugra manna
flýgur upp til sólu fyrir svita og tár
gefur ást sína þeim er eiga leið hjá
með einu óvæntu símtali slitinn er upp frá rótum
gróðursettur er arfi áður gleymdar heiftar og reiði
yfirheyrður er fyrir syndir í fyrra lífi
syndir sem fæddust andvana og hann gróf í heilaga jörð
uppgröfturinn hefst og megn ólyktin fyllir vitin
skepnan vakin upp úr djúpum svefni
hatrið þrífst vel því það fær nóg að éta
grimmdargenið einræktað í skítugri krukku
rifinn er úr heitum faðmi elskandi móður
snuðinu fleygt og hann neyddur að verða að manni
ellegar láta mennina rífa horaðan skrokkinn á hol
leyfa slúðursögunum síðan að smjatta á restinni
ætli hann læri einhverntíman aftur að elska?
“True words are never spoken”