ÓRÁÐSÍA

Af sömu stærðargráðu…
tilfinningar ekki endurgoldnar.
Neistaflug og rugluð mær,
fortíðin læst og fæst ekki aftur.

Tveir vegir í einni ferð.
(Hann grípur fast um hausinn)
Segist sjá aðra en ekki sig
og er hræddur við að halda áfram.

Kunningjar hittast “hæ og bæ”.
Honum finnst það e-ð svo glatað.
En hvað vill hann, enginn veit
- til hvaða ráðs á að taka?

Auga hans ljóma og lítið bros
“Mér þykir svo vænt um þig”
En ekkert leysist við þessi orð
- hvað tekur við?