Ég skimast í kringum mig, tárin í augum
leka niður, og ég græt, í hljóði
finn máttleysið koma, finn svartholið nálgast
og ég sé að gólfið er allt þakið blóði.
Sest á þessa jörð, sem sveik mig og píndi
og ég veit að bráðum verður ævi mín öll
er lífið yfirgefur, og sálin loks losnar,
ég svaraði, ég heyrði englana köll.
Það dimmir og dimmir og ég finn dauðann nálgast
ekkert gott ég hef gert, bara kramið sært
ég á þetta skilið, hugsa ég, og bráðum ég sofna
ég særði allt það sem mér þótti kært.
Nú græt ég ei lengur, nú byrja ég aftur
ég lít fram, með von um bjartari tíð,
fyrir aðra, fyrir vini, fyrir fólk sem ég elska
núna er tilveran góðleg og blíð.