XD var að taka til í skápnum mínum og fann (skrifað með flýtiskriftinni minni) þetta ljóð á blaði:
Blá augu hennar fygjast með honum úr fjarlægð
Hann dreifir blöðunum með hægð,
Hvað átti hún að segja við hann?
‘’Æi, ég sko ekki algebru kann?’’
‘’Ansk.. hafi það því lærði ég ekki neitt?’’
Hún svitnar, ‘’rosalega er hérna heitt!’’.
Fljótlega er röðin komin að henni
Á borðinu er prófið og penni.
Hann stansar í smástund, hún komin í svitabað,
,,Æi grey stúlkan mín, er einhvað að?’’
Henni hitnar að innan og svitnar enn meira
,,Nei, bara smá stressuð, ekkert fleira’’
Augu hennar fylgja honum yfir á næsta borð
Lítur þá á prófið og skilur varla orð,
Réttir upp höndina svo sést í svitablettinn
Og kennarinn horfir á hana gletinn.
Glottandi og flissandi allir líta við
‘’Má ég fara á klósettið?’’
Kennarinn játar, augun stríðnisleg
Og hún bregður sér afsíðis, vandræðaleg.
Inn á baði og hún starir á spegilinn
og vonar að enginn komi inn,
hún þurrkar svitann burt með klút
og notar gluggann, til að smeygja sér út.