Ég prufaði í dag að skrifa ljóð, og líkaði að bara nokkuð vel, þannig að ég skrifaði 2 í viðbót. Hérna eru þau:
Svört
Bláu augun þín segja
að þú ert saklaus,
en ég veit hvað þú
hefur gert. Þú ert
Kolsvört að innan,
svartari en nóttin.
Ég er jafn svartur
og þú, við vitum
bæði leyndarmál hvors
annars. En við Segjum
aldrei neinum, við
efnum okkar orð.
Við vitum það bæði.
——————–
Púsl
lífið er eins og púsl.
púslið mitt er í rugli.
“hvar fer þessi kubbur?”
hugsa ég. En ég held
að ég viti svarið,
ég vill bara ekki
viðurkenna það.
En svo eru nokkrir
kubbar sem breytast,
þeir vilja ekki lengur
vera partur af púslinu.
Þá er það eina sem hægt
er að gera, er að finna
aðra kubbi í staðinn.
En þegar maður klárar
púslið, er maður ekkert
ánægður. Því að lífið er
eitt stórt púsl.
———————–
Glugginn
Glugginn situr á veggnum.
Á glugganum er klukka,
klukkan er vitlaus.
Við hliðin á klukkunni
er bók, hún er um mann.
Maðurinn stendur við
hliðin á stóru húsi.
Í húsinu er gluggi.
Gluginn situr á veggnum.
Endilega segja hvað ykkur finnst. Ég tek illa í Offtopic og skítköst, en ef að þið eruð bara að segja að ykkur vanlíkar ljóðin mín, þá er það alltí lagi.