Ég fer ekkert yfir þetta ljóð
Nístir svo kalt og kremur mitt líf
stálið
sem veröldin miskunnlaus
bugast
og beinin mér brotna
sál mín svo hverfur
í saurgaðan sortann
teygi upp hendi hrópa á hjálp
en ósynd orð mín
í haf haturs þau hverfa
drukkna
er andans blástur úr mér þverr
og líf mitt sem stjarna
tifar
og deyr
við dagsrisu
—–