þú læddist inn
á meðan var nótt.
ég vaknaði við rigninguna úr hárinu á þér,
leyfði þér að kyssa burt dropana sem
lágu í brjósti mér.

það var myrkur
þegar þú skreiðst undir sængina.
ég sofnaði með andardrátt í eyranu,
hélt mig myndi dreyma.

þú hvarfst út í morguninn
án þess að kveðja.
ég horfði á þig fara og þagði,
vatnið streymdi inn í mér
eins og saltlaus sjór.




hmmm…. þetta er nú barasta fyrsta óhefðbundna ljóðið sem ég birti
hér á þessum ágæta vef.
ég kann þetta eiginlega ekkert lengur! ótrúlegt hvað maður festist
í hefðbunda draslinu :)
en endilega gaggrýnið nú soldið!
ta-ta, do
“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”