Hin bókhneigða þjóð,
sem að býsnast svo mjög yfir vanda,
Hvar er nú lærdómur sá er í bókum skal standa ?
Hvert hefur borið oss skilgreining menntunarstétta,
hvar eru orð eins og samhæfing upp á að fletta ?
Mennta ber þjóðina meira í raun,
margra ára lærdómsmenn vita ekki baun.
Vilja svo taka sér verkin til handa,
allt skal í klásúlum kenninga standa.
Forsendur málanna fljúga til hæða,
orðin um markmið og tilgang þau flæða.
Hver er svo árangur eftir allt þetta ?
Jú menn þurfi bókunum betur að fletta.
gmaria.