Slitruhátturinn lýsir sér einfaldlega þannig að kveðið er skv. almennum bragarreglum, en í hverri línu er a.m.k. eitt orð slitið í tvennt.
-Um ég lítið stríði stund-
-stapa dvel í Arnar-.
Miðdags- ljúfan brýst í -blund
birtu- hlýja -kjarnar.
-Hlaup mitt núna hefur lífs-
hik- eitt stöðvast -að eins.
-Blað míns lífs er beitt sem hnífs-
bana- kenni ei -meins.