Ég var að útskýra fyrir kunningja mínum hvernig hann varð til.
Eitt sinn á balli í afskekktri sveit,
afdala bændur þar drukku.
Sætasta stúlkan á samkomu leit
sómapilt, dömu til lukku.
Og þar sem að brennivín blandast við dans
má búast við talsverðu gaman.
Er dansleikjum lýkur kemst margur til manns
þó mest virðist ráða því daman.
Oftast nær þarf ekki meira en mey,
mjög fulla, út ælda´ í framan.
Segja við einhvern strák of fullan… hey!
,,ætluðum við ekki heim saman?"
Þetta´ er víst oftast hin íslenska leið
og ætla ég flest sambönd dubba.
Upp sem smá fyllirís asnalegt skeið
og annað hvort kannski mun gubba.
Ég gef mér það, þau hafi þannig tvö hist,
þreytt eftir ballið og fjörið.
Foreldrar hugfangnir héldu í tvist,
hafandi fundist það kjörið.
Þeim frábæra atburði fögnum við nú,
í fátæklegum hjörtum okkar.
Grandleysi foreldra´ í getnaði jú,
það gleymdust víst heima´ allir smokkar.