blóðið seitlar fram úr fíngerðum fingrum
drýpur dautt niður með veikum takti
dauðinn horfir á mig spurjandi augum
skóli lífsins lætur mig sitja eftir tíma
kalt útitekið regnið blandast niðjum mínum
forfeðurnir umkringjast hvössum ásakandi augum
en regnið lofar að skola mér á fallegan stað
hver veit nema hringrás lífsins
skili agnarsmáu frumubroti úr mér
til þín
“True words are never spoken”