Baksund sálarinnar
Inní mér er risi sem gleypir minningar,
hann er alltaf svangur
Inní mér er stór garður og lítil kona sem vökvar blóm
með tárum risans
Inní mér eru fiðrildi sem flögra
áttavilt,
þau kitla mig í magann,
þau sá fræjum í sálina,
sálina mína sem syndir baksund í sundlaug hjartans