Úti ómar vindur,
eitlar vetrar mein.
Inn eru hverjar kindur
komnar - nema ein.
Sú beit gras í sumar
en sást svo aldrei meir.
Hátt nú himinn þrumar,
hrímköld kind brátt deyr.
Beinin hennar braka,
blóðið frjósa nær.
Kyngir niður klaka,
króknar gömul ær.
Fimbulkuldi, frostið
færist yfir allt.
Liðið liggur brostið
líkið, jökulkalt.
Aldrei mun hún aftur
eitt né nokkuð sjá.
Kuldans feiknarkraftur
kæfði týnda á.