Í kulinu býr alltaf einhvers konar nótt
frostið framleiðir einmannaleikann og tekur
úr manni fjöldann allan af falsguðum.
Í kulinu verður maður duglegur og vaknar
snemma, á meðan að tárin streyma
niður kinnarnar.
Tippið minnkar en veröldin stækkar.
Kjarkurinn eykst til muna.
Í kulinu þá rækta ég blóm og ást,
sem ég á annars til með að drepa við kjöraðstæður.